Fréttir

 • 14.01.2019

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Hrafn

  14.01.2019

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í tvær lausar stöður. Umsóknafrestur er til 15. febrúar 2019.

 • 21.12.2018

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018

  21.12.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 19.12.2018

  Ný útgáfa vistgerðakorts

  Ný útgáfa vistgerðakorts

  Hélumosavist

  19.12.2018

  Vistgerðakort Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið endurskoðað og önnur útgáfa af því orðin aðgengileg í kortasjá stofnunarinnar.

 • 26.11.2018

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum

  Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum í Vatnajökulsþjóðgarði

  26.11.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 28. nóvember kl. 15:15–16:00. Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum“.

 • 16.11.2018

  Ný bók um mosa á Íslandi

  Ný bók um mosa á Íslandi

  Gróhirslur svarðmosa í Reykhólasveit

  16.11.2018

  Nýlega kom út bókin bókin „Mosar á Íslandi“ eftir Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðing. Í henni er blaðmosum, flatmosum og hornmosum lýst í máli og myndum. Útgefandi er höfundur sjálfur.

 • 13.11.2018

  Surtsey 55 ára

  Surtsey 55 ára

  Landsýn úr Svartagili í Surtsey til Vestmannaeyja

  13.11.2018

  Surtsey á 55 ára afmæli á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember, en þann dag árið 1963 hófst neðansjávareldgos við Vestmannaeyjar og eyjan varð til. Gosið stóð í rúmt þrjú og hálft ár og er það með lengstu eldgosum sem þekkt eru hér á landi.

 • 13.11.2018

  Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi

  Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi

  Þangdoppa (Littorina obtusata) á klóþangi (Ascophyllum nodosum)

  13.11.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn, 14. nóvember kl. 15:15–16:00. Sunna Björk Ragnarsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi“.

 • 09.11.2018

  Flóra Íslands

  Flóra Íslands

  Bókarkápa Flóru Íslands

  09.11.2018

  Út er komin bókin „Flóra Íslands – blómplöntur og byrkningar“ eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Bókin er unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og gefin út af Vöku-Helgafelli.

 • 30.10.2018

  Vegna ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar Íslands um rjúpnaveiði 2018

  Vegna ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar Íslands um rjúpnaveiði 2018

  Rjúpa, ársgamall kvenfugl á flugi. S-Þing, 10. maí 2017

  30.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands biður samstarfshóp um ástand rjúpnastofnsins afsökunar á mistökum sem urðu á kynningu á veiðiráðgjöf þetta haustið. Eftir fund hópsins í september síðastliðnum var sú ákvörðun tekin hjá stofnuninni að nota breyttar forsendur við framreikninga á stofnstærð rjúpunnar miðað við hvað gert hefur fram til þessa. Fyrir fórst að kynna samráðshópnum þessi breyttu rök. Náttúrufræðistofnun Íslands harmar þessi mistök og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi um greiningu á ástandi rjúpnastofnsins.

 • 29.10.2018

  Hrafnaþing: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

  Hrafnaþing: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

  Þórsmörk

  29.10.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 31. október kl. 15:15–16:00. Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni flytur erindið „100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu“.

  Í erindinu verður fjallað um útbreiðslu birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu, uppgræðsluaðgerðir og sögu beitarfriðunar á svæðinu.