Fréttir


Fleiri fréttir

Tígrisbursti (Tyria jacobaeae)

Tígrisbursti er fágætur slæðingur með varningi hingað til lands. Getið hefur verið um tvö eintök héðan frá því um miðja 20. öld. Að öllum líkindum má rekja komur tígrisburstanna til blómainnflutnings frá ræktunarstöðvum í Vestur-Evrópu. Lirfur sem hafa púpað sig í blómapottum í stöðvunum ná síðan að klekjast hingað komnar inn í hitann á sölustöðum plantnanna. Engar líkur eru á því að tegundin geti numið hér land í bráð þó vissulega vaxi hér hentugar fæðuplöntur. Einnig er afar ólíklegt að hann nái að fljúga hingað af sjálfsdáðum.

Lesa meira