Rjúpnatalningar vorið 2024

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2024 er lokið. Niðurstöður sýna nokkrar breytingar á fjölda rjúpna samanborið við árið 2023 en leitnin var ólík eftir landshlutum.

Á Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi var almenna reglan fækkun á milli ára og miðað við síðustu 20 ár er stofninn yfir meðallagi að stærð í þessum landshlutum. Á Norðausturlandi og Austurlandi fjölgaði rjúpum en það var þó ekki einhlítt og á nokkrum talningasvæðum var fækkun.  

Miðað við stofnvísitölur er rjúpnastofninn í þessum tveimur landshlutum um eða yfir meðaltali að stærð. Reglubundnar 10–12 ára langar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn en þær eru ekki lengur við lýði. Það er helst rjúpnastofninn á Norðausturlandi sem virðist enn sýna reglubundnar sveiflur en mun styttra er nú á milli hámarka en áður eða um fimm ár. 

Niðurstöður aldursgreininga úr varpstofni rjúpu 2024 verða kynntar í byrjun júlí næstkomandi og í lok júlí verður viðkoma rjúpunnar metin. 

Fréttatilkynning (pdf)