Frjótími birkis hafinn

Frjótími birkis er að hefjast eða er þegar hafinn á sumum svæðum. Fólk með birkiofnæmi gæti þegar verið farið að finna fyrir fyrstu einkennum eða það má búast við að einkenni geri vart við sig á næstu dögum. 

Veður gegnir mikilvægu hlutverki við að stjórna framleiðslu frjókorna og dreifingu og í tilviki birkifrjóa þurfa þau miðlungs eða sterkan vind og sólarljós. Á mjög skýjuðum dögum framleiða trén færri frjókorn. Verði verðurskilyrði hagstæð má búast við háum styrk birkifrjókorna næstu daga. 

Frjótími birkis stendur yfir fram í miðjan júní.