Fréttir

 • 14.09.2018

  Dagur íslenskrar náttúru

  Dagur íslenskrar náttúru

  Hrafn (Corvus corax)

  14.09.2018

  Á sunnudaginn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Náttúrufræðistofnun Íslands og IKEA ætla að fagna deginum saman með því að bjóða upp á myndasýningu í anddyri verslunarinnar á meðan opnunartíma stendur.

 • 06.09.2018

  Frjómælingar í ágúst 2018

  Frjómælingar í ágúst 2018

  Háliðagras á Akureyri

  06.09.2018

  Í ágúst var fjöldi frjókorna á Akureyri hátt yfir meðallagi og í Garðabæ var hann aðeins meiri en í meðalári. Nú fer frjótíma senn að ljúka en þó má gera ráð fyrir að grasfrjóa verði vart á góðviðrisdögum í september.

 • 10.08.2018

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  10.08.2018

  Júlí var sólarlítill og kaldari en í meðalári á höfuðborgarsvæðinu og var heildarfjöldi frjókorna því frekar lítill. Á Akureyri voru frjótölur í júlí nálægt meðaltali fyrri ára. 

 • 31.07.2018

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  surtsey-2018-eo.jpg

  31.07.2018

  Tegundafjöldi æðplantna hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu ár í Surtsey eða um og yfir 60 tegundir en gróðurinn er almennt þroskamikill þetta sumarið vegna ríkjandi og langvarandi úrkomutíðar. Máfavarpi hefur heldur hnignað í eynni en varp fýla er með eðlilegu móti. Agnarsmá skrautleg flugutegund af frittfluguætt sem fannst á síðasta ári ný fyrir Surtsey og Ísland líka fannst nú aftur og í meiri fjölda.

 • 13.07.2018

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Skjáskot af kortasjá yfir tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd

  13.07.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað nýja kortasjá þar sem sýnd eru tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Uppfærð útgáfa kortasjárinnar verður tilbúin haustið 2018 og þá verða landupplýsingagögn gerð aðgengileg til niðurhals.

 • 06.07.2018

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Háliðagras

  06.07.2018

  Á Akureyri mældist fjöldi frjókorna í júní yfir meðallagi en í Garðabæ mældust mjög fá frjókorn. Á báðum stöðum er frjótíma birkis lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.

 • 29.06.2018

  Fimm græn skref

  Fimm græn skref

  Afhending viðurkenningar fyrir fimm græn skref

  29.06.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ hefur staðist úttekt á öllum fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hefur hlotið viðurkenningu þess efnis. Stofnunin er ein af þremur stofnunum sem hafa lokið þessum áfanga.

 • 11.06.2018

  Ný smádýr nema landið

  Ný smádýr nema landið

  Toppagullmölur (Phyllonorycter emberizaepenellus) á blátoppi í Fossvogsdal 5. júní 2018

  11.06.2018

  Reglulega finnast hér á landi smádýr sem ekki hafa sést hér áður. Þróun veðurfars undanfarið hefur leitt til breytinga á smádýralífi landsins. Sem dæmi má nefna að ýmsum áður fágætum, en líkast til gamalgrónum tegundum, hefur fjölgað og þær því komið í leitir. Breytt veðurfar hefur einnig skapað möguleika fyrir ýmis smádýr sem hingað slæðast til að setjast að. Sum smádýr berast hingað fyrir eigið tilstilli en mun algengara þó er að þau fylgi innfluttum varningi.

 • 07.06.2018

  Frjómælingar í apríl og maí

  Frjómælingar í apríl og maí

  Birkireklar - Betula pubescens

  07.06.2018

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan í mars. Á Akureyri var óvenju mikið af frjókornum í lofti í maí en í Garðabæ hafði mikil úrkoma þau áhrif að birkifrjó voru langt undir meðallagi.

 • 31.05.2018

  Rjúpnatalningar 2018

  Rjúpnatalningar 2018

  Rjúpa, ungur kvenfugl, í Aðaldal vorið 2018

  31.05.2018

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.