Þvíddarlíkan af eldgosinu í Sundhnúksgígum

Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er starfrækt loftljósmyndastofa þar sem unnið er að jarðfræðikortlagningu með myndmælingatækni, þar sem teknar eru ljósmyndir úr lofti og myndirnar notaðar við gerð þrívíddarlíkana. Þessi aðferð hefur nýst vel við kortlagningu á gossvæðunum á Reykjanesskaga undanfarin ár en með þrívíddarlíkönunum má áætla rúmmál og þykkt hraunsins, hraunrennsli og margt fleira.

Nýjasta líkanið er unnið eftir myndum sem teknar voru úr flugvél upp úr kl. 13 í gær, þann 8. apríl. Líkanið var unnið af myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands, í samstarfi við Almannavarnir og Háskóla Íslands.

 

Fleiri þrívíddarlíkön af eldgosasvæðunum á Reykjanesskaga