Niðurstöður vetrarfuglatalninga 2023

Hin árvissa vetrarfuglatalning fór fram helgina 6.–7. janúar 2024 og þar um kring. Endanlegar niðurstöður talninganna liggja nú fyrir og hafa verið birtar á vef stofnunarinnar.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt vetrarfuglatalningar frá árinu 1952 og var talninginn í janúar, sem kennd er við árið 2023, sú 72. í röðinni. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. 

Talið var á 216 svæðum um land allt og eins og ávallt í sögu talninganna voru þær bornar uppi af sjálfboðaliðum. 

Í talningunum sáust 168.543 fuglar af 82 tegundum. Líkt og oftast áður bar mest á æðarfugli og sáust 63.042 að þessu sinni. Talsverð ganga silkitoppa gladdi talningarfólk um allt land og komu 62 fram í talningunni. Gultittlingur sást í fyrsta skipti í vetrarfuglatalningum.  

Niðurstöður vetrarfuglatalninga