Vetrarfuglatalningar

Niðurstöður vetrarfuglatalninga

Tímamörk

Langtímaverkefni sem hófst 1952.

Samstarfsaðilar

Fuglaáhugamenn um land allt.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna.

Nánari upplýsingar

Fuglatalningaeyðublað (excel)

Leiðbeiningar um útfyllingu fuglatalningaeyðublaðs (word)

Fuglar

Samantekt niðurstaðna

Tölulegar niðurstöður - samantekt frá árinu 2002

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Vetrarfuglatalning í desember 2008 (NÍ-frétt 2.2.2009)

Vetrarfuglatalning í janúar 2007 (NÍ-frétt 22.1.2007)

Vetrarfuglatalning í janúar 2006 (NÍ-frétt 1.3.2006)

Arnór Þórir Sigfússon 1997. Vetrarfuglatalning 1996–97. Bliki 18: 69–70.

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2008. Vetrarfuglatalningar. Fuglar 5: 24.

Guðmundur A. Guðmundsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Svenja N.V. Auhage 2008. Vetrarfuglatalningin 2008. Bliki 29: 62–64. (pdf, 6 MB)

Moe, M. Lorimer 1957. [Fyrsta jólatalningin á Íslandi]. Atlantic Naturalist 12(3): 89–91. Greinin birtist síðar í íslenskri þýðingu: Bliki 2: 60–62.

Ævar Petersen 1983. Fuglatalningar að vetrarlagi: Saga og árangur. Bliki 2: 28–42.

Ævar Petersen og Gaukur Hjartarson 1989. Vetrarfuglatalningar: Skipulag og árangur 1987 (pdf, 6,4 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 11. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ævar Petersen og Gaukur Hjartarson 1991. Vetrarfuglatalningar: Árangur 1988 (pdf, 5,6 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 18. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ævar Petersen og Gaukur Hjartarson 1993. Vetrarfuglatalningar: Árangur 1989 (pdf, 2 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 23. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur