Glókollar bíða afhroð

Í vetrarfuglatalningunni sem fram fór í janúar 2006 sást aðeins einn glókollur (Regulus regulus). Sá var á Tumastöðum í Fljótshlíð en árið áður fundust í vetrarfuglatalningu 17 glókollar, 107 árið 2003 og 127 árið 2002. Vísbendingar um að ekki væri allt með felldu með stofninn sunnanlands og vestan komu þegar fram um áramótin 2004/2005 og grunur manna var rækilega staðfestur vorið 2005 í talningum Náttúrustofu Vesturlands (sjá vef Náttúrustofu Vesturlands) og í Skógvistarrannsóknum Náttúrufræðistofnunar í Skorradal.

Hafa sennilega orpið hér í 10 ár

Sumarið 1996.

Glókollar hófu að verpa hér fyrir réttum 10 árum í kjölfar þess að margir þeirra hröktust hingað haustið 1995. Þeir hafa væntanlega farið að verpa hér þegar vorið 1996 en fyrsta varpið var ekki staðfest fyrr en í Hallormsstaðaskógi sumarið 1999. Þar hafa þeir orpið síðan, og raunar víðar á Héraði. Í fyrstunni fór lítið fyrir þessum minnsta spörfugli Evrópu annars staðar á landinu, en vorin 2000 og 2001 fundust þeir víða í varpi á Suðvesturlandi og loks á Norðurlandi 2003. Er skemmst frá því að segja að glókollum fjölgaði ár frá ári og sumarið 2004 voru þeir búnir að leggja undir sig nær öll þau svæði á landinu sem talist geta varpkjörlendi, en það eru grenilundir og þroskaðir lerkiskógar.
 

Sumarið 2005.

Gott tíðarfar og sitkalús
stuðluðu að hraðri útbreiðslu

Hið óvenjulega hraða landnám glókolls má m.a. rekja til hagstæðs tíðarfars vetur eftir vetur og mikils sitkalúsafaraldurs er náði hámarki árið 2003.
Glókollar nærast mikið á þeirri óværu en einnig á ýmsum öðrum tegundum, svo sem lerkisprotalús, sem eins og nafnið bendir til, hefst við á lerki. Íslenski glókollastofninn náði hámarki sumarið 2004 en snemma vettrar sama ár virðist hann hafa hrunið (a.m.k. á Suður- og Vesturlandi) og ekki náð sér síðan. Þetta afhroð má væntanlega bæði rekja til þess að afar lítið var um sitkalús um þetta leyti og eins að veður

Haust og vetur 2005–2006.

snarkólnaði í lok nóvember 2004 og hörkufrost með blotum fylgdi í kjölfarið vikum saman. Sumarið 2005 fréttist aðeins af glókollum á fáeinum stöðum á landinu samanborið við árið á undan og það sem af er vetri 2005-2006 hefur aðeins spurst til þeirra á örfáum stöðum.

 

Umsjón með rannsóknum á útbreiðslu fugla Náttúrufræðistofnun hefur Kristinn Haukur Skarphéðinsson.