Blesgæs (Anser albifrons flavirostris)

Útbreiðsla

Blesgæs verpur víða á norðlægum slóðum og skiptist í nokkra vel aðgreinda stofna. Fuglar sem verpa á V-Grænlandi eru sérstök deilitegund (Anser albifrons flavirostris) og hafa þeir viðdvöl á suðvestanverðu landinu vor (sjá kort 1) og haust (sjá kort 2). Vetrarstöðvar þessara fugla eru á Bretlandseyjum og þá aðallega á Írlandi og í Skotlandi.

Stofnfjöldi

Grænlensku blesgæsunum fjölgaði samfellt eftir friðun á helstu vetrarstöðvum árið 1982 og fram undir 2000, en hefur fækkað úr 35.600 fuglum í tæplega 19 þúsund fugla 2016. Ástæðan er langvarandi viðkomubrestur sem er aðallega talinn stafa af óhagstæðu tíðarfari á varpstöðvunum (Fox o.fl. 2016). Blesgæsin var friðuð hér árið 2006 og dró þá nokkuð úr fækkun fuglanna, en hún hélt síðan áfram til 2015 en stöðvaðist í bili

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 11,3 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1998–2032

Grænlenski blesgæsastofninn telst til sérstakrar deilitegundar. IUCN metur ekki slíka stofna á heimsvísu en blesgæsin var metin í hættu (EN) á svæðisvísu á Grænlandi (Boertmann 2007). Þessi stofn var fyrst metinn með sæmilegu öryggi árið 1983 og var þá talinn um 16.500 fuglar. Í kjölfarið var gripið til verndarráðstafana á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum og óx stofninn hratt fram til 1998 í nær 36.000 fugla. Þá tók honum að hnigna meira og minna samfellt til 2015 (<19.000 fuglar) en var metinn 22.000 fuglar árið 2017 (Wildfowl & Wetlands Trust). Fækkunin á þessum 20 árum er því tæp 40%. Viðmiðunartímabil IUCN fyrir blesgæsir (alla stofna) hefur verið lengt úr 21 ári í 34 ár vegna þess að nú er notað annað kynslóðabil. Þetta þýðir að grænlenska blesgæsin telst strangt til tekið ekki í hættu, eins undarlega og það kann að virðast. Ef fækkun sú sem hófst árið 1998 heldur áfram með sama hraða og sem svarar þremur kynslóðum (1998–2032) leiðir það til 56% fækkunar eða 2,44% á ári. Samkvæmt því telst blesgæsin í hættu (EN, A4a) og er miðað við það hér.

Viðmið IUCN: A4a

A4. Fækkun í stofni ≥80% á einhverju 10 ára tímabili eða sem nemur þremur kynslóðum, hvort sem er lengra (í allt að 100 ár í framtíðinni) og verður tímabilið að ná bæði til fortíðar og framtíðar OG þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt:(a) beinni athugun.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Blesgæs var ekki í hættu (LC).

Verndun

Blesgæs er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Helstu viðkomustaðir blesgæsa hér á landi eru alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði. Þar dveljast a.m.k. 60% stofnsins samtímis (sjá töflu) og væntanlega fer allur stofninn um þessi svæði.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: 19.600 fuglar/birds (Wetlands International 2016)

B1 i: V-Grænland/Ísland/Bretlandseyjar (flavirostris) = 190 fuglar/birds (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

Töflur

Fjöldi blesgæsa á alþjóðlega mikilvægum viðkomusvæðum á Íslandi – Number of Anser albifrons flavirostris in important staging areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Andakíll FG-V_9 P 3.500 2012 15,9 B1i
Ferjubakkaflói–Hólmavað VOT-V_1 P 500 2013 2,3 B1i
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 P 3.100 2012 14,1 B1i
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 P 6.158 2012 28,0 B1i
Alls–Total     13.258   60,3  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn      

Myndir

Heimildir

Boertmann, D. 2007. Grønlands Rødliste 2007. DMU og Grønlands Hjemmestyre.

Fox, T., I. Francis, D. Norriss og A. Walsh 2016. Report of the 2015/2016 international census of Greenland White-fronted Geese. Rønde, Danmörku: Århus University og Wexford, Írlandi: National Parks and Wildlife Service. http://monitoring.wwt.org.uk/wp-content/uploads/2016/11/Greenland-White-fronted-Goose-Study-report-2015-16.pdf [skoðað 6.12.2016]

Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Wetlands International 2018. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. júní 2018]

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Blesgæs (Anser albifrons flavirostris)

Samantekt á Ensku

Anser albifrons flavirostris is a passage migrant in Iceland. The population has declined considerably since the late 1990s and is estimated 19,000 bird in early spring. Four areas are designated IBAs and are used by at least 60% of the birds.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A4a).