Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur

FG-V 10

Hnit – Coordinates: N64,66135, V22,39728
Sveitarfélag – Municipality: Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii; B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 122.250 ha

Þetta svæði nær yfir grunnsævi og fjörur frá utanverðum Borgarfirði, um Mýrar og Löngufjörur vestur að Stakkhamri, ásamt eyjum og hólmum, fjörukambi og strandvötnum. Einnig telst með landið sjávarmegin við Hringveg nr. 1 og Snæfellsnesveg nr. 54, þar á meðal mýrlendi og vötn á Mýrum og vestur úr. Er einnig flokkað með sjófuglabyggðir og votlendi og önnur svæði inn til landsins. Hér verður aðeins gerð grein fyrir fargestum, vetrar- og fjaðrafellifuglum, þ.e. tegundum sem reiða sig fyrst og fremst á fjörur og grunnsævi.

Mikilvægir viðkomustaðir fyrir farfugla eru á þessu svæði og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru blesgæs (>3.000 fuglar), margæs (að meðaltali >5.000), rauðbrystingur (22.180 fuglar), sanderla (allt að 7.000 fuglar) og jaðrakan (>3.000 fuglar). Á fellitíma ná álft (1.133 fuglar) og æðarfugl (allt að 160.000 fuglar) alþjóðlegum viðmiðum, sem og sendlingur að vetri til (1.745 fuglar).

Stór hluti þessa svæðis er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu fjaðrafelli- og viðkomufuglar á svæðinu Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur – Key passage migrants, wintering and moulting birds in the area Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Álft1 Cygnus cygnus Fellir–Moult 1.133 2005 4,4 B1i
Blesgæs1 Anser albifrons flavirostris Far–Passage 3.100 2012 14,1 B1i
Margæs2 Branta bernicla Far–Passage 5.071 1990–2010 18,1 A4i, B1i
Æður3 Somateria mollissima Fellir–Moult 160.000 1973–1974 19,3 A4i, B1i, B2
Rauðbrystingur4 Calidris canutus Far–Passage 22.180 1990 6,3 A4i, B1i, B2
Sanderla4 Calidris alba Far–Passage 7.000 1990 5,8 A4i, B1i
Sendlingur5 Calidris maritima Vetur–Winter 1.745 2017 3,5 A4i, B1i
Jaðrakan6 Limosa limosa Far–Passage 3.000 1999–2002 7,5 A4i, B1i, B2
Alls–Total*     40.351     A4iii
*Fargestir/passage migrants only
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
2Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
3Arnþór Garðarsson1975. Votlendi. Rit Landverndar 4. Reykjavík: Landvernd.
4Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.
5Rannsóknarsetur HÍ Suðurlandi/Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – The University of Iceland’s Research Centre in S-Iceland/IINH, unpublished data.
6Tómas G. Gunnarsson, J.A. Gill, P.M. Potts, P.W. Atkinsson, R.E. Croger, G. Gélinaud, Arnþór Garðarsson og W.J. Sutherland 2005. Estimating population size in Black-tailed Godwits Limosa limosa islandica by colour-marking. Bird Study 52: 153–158.

English summary

Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur, W-Iceland, is an extensive area of shallow marine waters, islands, intertidal zones and lake studded wetlands. In this section, only passage migrants, winter- and moult­ing birds will be dealt with. This area has internationally important staging sites for Anser albi­frons flavirostris (3,100 birds), Branta bernicla (5,071 bird), Calidris canutus (22.180 birds), Calidris alba (7,000 birds) and Limosa limosa (c. 3,000 birds). It also hosts internationally important numbers of moulting Cygnus cygnus (1,133 birds) and Somateria mollissima (160,000 birds) as well as wintering Calidris maritima (1,745 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer