Vöktun arnarstofnsins

Tímamörk

Langtímaverkefni. Talning hófst árið 1920.

Samstarfsaðilar

Náttúrustofa Vesturlands, Náttúrustofa Norðvesturlands, Háskóli Íslands og áhugamenn.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið vöktunarinnar er að fylgjast með breytingum á stofnstærð, afkomu og útbreiðslu arnarins. Fylgst hefur verið með arnarstofninum og hann vaktaður um margra áratuga skeið. Vöxtur hans og þróun er betur þekkt en hjá nokkurri annarri fuglategund hér á landi. Staðbundin pör eru talin snemma vors og viðkoma metin miðsumars.

Um 90 arnarpör eru í landinu, auk ungfugla, og hafa ekki verið fleiri síðan þeir voru friðaðir árið 1914. Einungis 40% þekktra arnarsetra er í ábúð og er varpútbreiðslan takmörkuð við vestanvert landið.

Nánari upplýsingar

Fuglar

Samantekt niðurstaðna

Náttúrufræðitofnun Íslands 2023. Ný fræðigrein um rannsóknir á erfðamengi hafarna. Frétt frá 17. febrúar 2023.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2022. Ungur örn greindist fyrstur með skæða fuglaflensu hér á landi. Frétt frá 11. nóvember 2022.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2022. Slakt arnarvarp sumarið 2022 og ferðir ungra arna. Frétt frá 7. nóvember 2022.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2021. Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni. Erindi flutt á Hrafnaþingi 24. mars 2021.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2017. Af arnarvarpi. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2016 (pdf, 4,8 MB), bls. 32–33. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2016. Tíðindalítið af arnarvarpstöðvum. Frétt frá 29. ágúst 2016.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2015. Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar. Frétt frá 29. maí 2015.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2014. Hundrað ára friðun arnarins. Erindi flutt á Hrafnaþingi 29. janúar 2014.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2014. Öld frá friðun arnarins. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2013 (pdf, 4,1 MB), bls. 33. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2012. Arnarstofninn 2012. Frétt frá 27. júlí 2012.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2011. Arnarstofninn 2011. Frétt frá 26. ágúst 2011.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2009. Arnarstofninn 2009. Frétt frá 21. ágúst 2009. 

Náttúrufræðistofnun Íslans 2008. Arnarstofninn 2008. Frétt frá 9. júní 2008.

Náttúrufræðistofnun Íslans 2007. Arnarstofninn 2007. Frétt frá 7. maí 2007.

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur.