Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur

VOT-V 2

Hnit – Coordinates: N64,66135, V22,39728
Sveitarfélag – Municipality: Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 122.250 ha

Þetta svæði nær yfir grunnsævi og fjörur frá utanverðum Borgarfirði, um Mýrar og Löngufjörur vestur að Stakkhamri, ásamt eyjum og hólmum, fjörukambi og strandvötnum. Einnig telst með landið sjávarmegin við Hringveg nr. 1 og Snæfellsnesveg nr. 54, þar á meðal mýrlendi og vötn á Mýrum og vestur úr. Er einnig flokkað með sjófuglabyggðir og fjörur og grunnsævi, en hér verður aðeins gerð grein fyrir varpi annarra tegunda en sjófugla. Mikið fuglavarp er á Mýrum og ná lómur (150 pör) og himbrimi (22 óðul) alþjóðlegum verndarviðmiðum. Svæðið er annað mikilvægasta varpland hafarnar á landinu (10 pör).

Stór hluti þessa svæðis er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu varpfuglar á svæðinu Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur – Key breeding birds in the area Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur Gavia stellata Varp–Breeding 150 2016 10,0 A4i, B1i
Himbrimi Gavia immer Varp–Breeding **22 2016 4,4 A4i, B1i, B2
Toppönd1 Mergus serrator Varp–Breeding 50 2016 1,7  
Haförn Haliaeetus albicilla Varp–Breeding 10 2016 13,5  
*Byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – From IINH, unpublished data.
**Þekkt óðul. – Known territories.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.

English summary

Borgarfjörður–Mýrar–Löngufjörur, W-Iceland, is an extensive area of shallow marine waters, islands, intertidal zones and lake studded wetlands. In this section, only breeding birds, other than seabirds, will be dealt with. The area hosts internationally important numbers of breeding Gavia stellata (150 pairs) and Gavia immer (22 territories).

Opna í kortasjá – Open in map viewer