Grímsey á Steingrímsfirði

SF-V 38

Hnit – Coordinates: N65,68426, V21,40023
Sveitarfélag – Municipality: Kaldrananeshreppur
IBA-viðmið – Category: A4iii
Stærð – Area: 773 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Grímsey er stærsta eyjan á Ströndum, liggur úti fyrir Drangsnesi í mynni Steingrímsfjarðar og er 49 ha á stærð. Mikið fuglalíf er í Grímsey og má þar helst nefna lunda en ríflega 1% íslenska stofnsins verpur í eynni (23.250 pör). Meðal annarra varpfugla má nefna fýl, ritu, æður, toppskarf og álku. Eyjan telst alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð (≥10.000 pör).

Grímsey á Steingrímsfirði er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Grímsey á Steingrímsfirði – Key bird species breeding in Grímsey, Steingrímsfjörður*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lundi Fratercula arctica Varp–Breeding 23.250 2015 1,1  
Alls–Total     23.250     A4iii
*byggt á Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi (in preparation).

English summary

Grímsey island in Vestfirðir peninsula, NW-Iceland is, an internationally important seabird colony (≥10,000 pairs) with Fratercula arctica the most numerous species (23,250 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer