Oddauppsprettur

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerðar.

Mörk

Á hólmanum á mótum Hvítár og Kiðár við Húsafell, nær frá Oddavaði austur fyrir uppspretturnar.

Lýsing

Á svæðinu eru margar uppsprettur sem renna í nærliggjandi ár. Hólmarnir við Hvítá og Kiðá eru birkivaxnir og þarna má finna fjölbreytt fuglalíf. Um svæðið liggur vinsæl gönguleið. Skammt austan við uppspretturnar er orlofsbyggð og þar fer um fjöldi ferðamanna ár hvert.

Forsendur fyrir vali

Í uppsprettunum er dvergbleikja og grunnvatnsmarflær. Áin sem rennur frá uppsprettunum er nokkuð stór og rennur í Hvítá. Þetta svæði er vin í eyðimörkinni, því öðrum uppsprettum í landi Húsafells hefur mikið verið raskað.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
< 0,01
2

Ógnir

Frístundabyggð, ferðamennska.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti allt að 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Húsafell Aðrar náttúruminjar

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

0,1 km2
Hlutfall land 70%
Hlutfall ferskvatn 30%