Lambeyrarkvísl

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerðar.

Mörk

Liggur í Skógarhrauni, frá bökkum Hvítár, meðfram Lambeyrarkvísl og austur fyrir upptök hennar að Þrengslum.

Lýsing

Svæði þar sem lindir koma undan hraunjaðri Skógarhrauns í Hvítársíðu. Lindarvatnið safnast saman í Lambeyrarkvísl sem sem rennur út í Hvítá. Svæðið einkennist af birkiskógi og hrauni og þykir náttúrufegurð þess mikil.  

Forsendur fyrir vali

Stærsta lindarsvæðið á þessum slóðum og finnast þar bæði dvergbleikjur og grunnvatnsmarflær. Bleikja gengur upp í ána til hrygningar. Í ánni eru tvö bleikjuafbrigði. Annars vegar er staðbundin dvergbleikja sem m.a. má finna í upptakalind árinnar þangað sem ekki er fiskgengt, og hins vegar er sjóbleikja úr Hvítá sem nýtir Lambeyrarkvísl sem hrygningarsvæði.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
< 0,01
2

Ógnir

Frístundabyggð, ferðamennska.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti allt að 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

0,1 km2
Hlutfall land 88%
Hlutfall ferskvatn 12%