Grunnafjörður

Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela.

Mörk

Allur fjörðurinn innan óss, þ.e. er frá Hvítanesi í suðri að Súlueyri í norðri og að stórstraumsflóðmörkum.

Lýsing

Fjörðurinn er afar grunnur og vogskorinn vogur með miklum leirum og nokkuð af sjávarfitjum. Landbúnaðarsvæði eru allt um kring og æðardúntekja, einkum í Akurey .

Forsendur fyrir vali

Mikið fuglalíf árið um kring og hefur svæðið alþjóðlegt gildi fyrir margæs, tjald, rauðbrysting og sendling

Í Leirárvogum eru landselslátur með allt að 8,3% allra landsela Faxaflóa. Þar hafa verið látur með yfir 100 landselum en sel hefur fækkað þar á undanförnum árum.

Fuglar - Fjörur og grunnsævi

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Margæs (Branta bernicla) Far
2927
1990–2010
10,0
Tjaldur (Haematopus ostralegus) Vetur
1229
2017
3,0
Rauðbrystingur (Calidris canutus) Far
3540
2008
1,0
Sendlingur (Calidris maritima) Vetur
895
2018
2,0

Selir

Nafn Lægsti fjöldi (ár) Hæsti fjöldi (ár) Hæsta hlutfall af Faxaflói (ár) Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár)
Landselur (Phoca vitulina)
19,0 (2003)
196,0 (1980)
8,3 (2016)
1,4 (1980)
0,0 (2018)

Ógnir

Hugmyndir um þverun fjarðarmynnis vegna vegarlagningar hafa reglulega skotið upp kollinum. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár, hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Grunnafjörður var friðlýstur 1994 og samþykktur sem Ramsar-svæði 1996. Koma þarf í veg fyrir framkvæmdir sem rýra verndargildi fjarðarins. Styrkja þarf umsýslu með svæðinu með stjórnunar- og verndaráætlun. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Grunnafjördur Ramsarsamningur
Grunnafjörður Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03

Size

14,0 km2
Hlutfall land 1%
Hlutfall strönd 98%