Ferjubakkaflói-Sólheimatunga

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og fugla.

Mörk

Flæðilönd, mýrar og engjar meðfram neðanverðri Hvítá, Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði, frá Ferjukoti og upp fyrir Sólheimatungu og að Hólmavaði í Norðurá.

Lýsing

Á svæðinu eru víðáttumiklir flóar, flæðilönd og gróðursæl síki. Auk þess lygnar ár með ríkulegum botngróðri. Þarna er stundaður landbúnaður, stang- og skotveiði og  nokkur sumarhúsabyggð er við svæðið vestanvert.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu er stórar og heillegar mýrar með starungsmýravist. Mikið af andfuglum fer hér um og hefur svæðið til skamms tíma haft alþjóðlega þýðingu fyrir álft og blesgæs en báðar þessar tegundir leita nú á haustin í æ ríkara mæli í kornakra í nágrenninu.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
3,05

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Álft (Cygnus cygnus) Far
851
1982
8,0
Blesgæs (Anser albifrons flavirostris) Far
500
2013
2,0

Ógnir

Dregið hefur mikið úr hefðbundnum landbúnaði á þessu svæði. Frístundabyggð, og þar með hætta á mengun yfirborðsvatns, er vaxandi sem og umferð fólks um svæðið.

Aðgerðir til verndar

Takmarka frekari framræslu og gæta þess að ekki verði byggt of nærri árbökkum. Endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03

Size

9,8 km2
Hlutfall land 91%
Hlutfall ferskvatn 9%