Blautós

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og fugla.

Mörk

Blautós og Innstavogsnes, frá miðri Kjaransvík að Kúvík, ásamt skerjum, hólmum og fjörum að stórstraumsfjörumörkum.

Lýsing

Blautós er sjávarlón með víðáttumiklum leirum og sjávarfitjum. Innstavogsnes er vel gróið og mýrlent. Utan við nesið eru þangfjörur og sker. Brimasemi á stærstum hluta svæðisins er lítil, en er nokkur allra vestast. Í Blautós rennur Berjadalsá úr Akrafjalli. Svæðið er vinsælt til útivistar og hesthúsabyggð er við ósbotninn.

Forsendur fyrir vali

Svæðið er tiltölulega ósnortið, lífríkt og afar sérstætt vegna fjörumós, auk. klóþangsklungurs og sandmaðksleiru. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt sem viðkomustaður margæsa.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Fjara
0,10
31
Fjara
0,25
Fjara
0,60

Fuglar - Fjörur og grunnsævi

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Margæs (Branta bernicla) Far
1354
1990–2010
5,0

Ógnir

Með bættu aðgengi fer umferð fólks um svæðið vaxandi. Hesthúsabyggð er í jaðri svæðisins. 

Aðgerðir til verndar

Hluti Blautóss ásamt Innstavogsnesi var friðlýstur 1999. Friða þarf hinn hlutann og koma í veg fyrir frekari ágang og rask á fjörusvæði og fitjum við hesthúsahverfið á Akranesi.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Blautós og Innstavogsnes Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

4,6 km2
Hlutfall land 10%
Hlutfall sjór 48%
Hlutfall strönd 42%