Vatnsleysuströnd

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Mörk

Fjara og grunnsævi við Keilisnes, frá Nausthólsvík og austur að Gálgakletti.

Lýsing

Fjörubeðurinn er að mestu úfnar hraunklappir, með glufum og skorningum, en á köflum er sandur, möl og stórgrýti. Víða út frá ströndinni eru skerjadrög og aflíðandi grynningar sem skýla fyrir brimi. Brimasemi er talsverð og nokkur. Ofan fjörunnar eru lyng- og mosavaxin hraun. Útivist er stunduð á svæðinu og vestan við það er byggðakjarni.

Forsendur fyrir vali

Klóþangsfjara og fjörupollar, auk þess sem grófgerður og úfinn fjörubeðurinn ríkur af skjólsælum glufum og skorningum, sem fóstrar auðugt lífríki.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Fjara
0,44
1
Sérstök fjörusvæði
0,44
4

Ógnir

Útfall frá iðnaði og ófullnægjandi hreinsun skólps. Eldri hugmyndir um uppbyggingu iðnaðarsvæðis.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

0,9 km2
Hlutfall sjór 48%
Hlutfall strönd 51%