Blikastaðakró-Leiruvogur

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Svæðið afmarkast að vestan við Geldinganesi og Gunnunes og nær inn voginn til austurs, ásamt fjörum og sjávarfitjum.

Lýsing

Svæðið einkennist af grunnsævi og víðáttumiklum leirum. Fyrir botni Leiruvogs eru einnig miklar sjávarfitjar. Útivist, þar á meðal golf og hestamennska.

Forsendur fyrir vali

Mikilvægt fuglasvæði, einkum á fartíma margæsa á vorin og fæðusvæði fyrir sendlinga að vetri og ná tegundirnar þá alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar - Fjörur og grunnsævi

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Margæs (Branta bernicla) Far
397
1990–2010
1,0
Sendlingur (Calidris maritima) Vetur
500
1977
1,0

Ógnir

Áform um veglagningu (Sundabraut) og mögulegar breytingar á vatnsmiðlun. Uppbygging í tengslum við stækkandi byggð, m.a. á Geldinganesi, skólpmengun og vaxandi umferð fólks. 

Aðgerðir til verndar

Koma þarf í veg fyrir röskun fjörusvæða og að byggð teygi sig nær fjörusvæðum en nú er.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Varmárósar Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

5,3 km2
Hlutfall land 13%
Hlutfall sjór 43%
Hlutfall strönd 43%
Hlutfall ferskvatn 1%