Ytri-Rangá

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Mörk

Frá upptökum Ytri-Rangár í Rangárbotnum sunnan við Landmannaleið, til suðvesturs eftir árfarveginum og kvíslum henni tengdum, að Höfðalæk norðan við Svínahöfða.

Lýsing

Vatnsmikil lindá sem fellur úr Rangárbotnum milli Heklu og Búrfells. Gróðurvin við Rangárbotna og sandauðnir í kring. Mjög vatnsmikil lind, þar sem m.a. hafa fundist grunnvatnsmarflær. Neðar koma fram stórar uppsprettur sem renna í Rangá. Við Galtalæk koma upp miklar uppsprettur, oft með miklum þrýstingi, sem mynda Galtalæk. Einnig eru smærri uppsprettur innan Galtalækjarskógar, en þar hafa fundist grunnvatnsmarflær. Á svæðinu er stunduð skógrækt og ferðaþjónusta, og frístundabyggð fer þar vaxandi.

Forsendur fyrir vali

Vatnsmiklar lindir þar sem fundist hafa grunnvatnsmarflær.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
n.a.
1
Ferskvatn
< 0,01
5

Ógnir

Frístundabyggð og ferðamennska, skógrækt, ágengar tegundir og námavinnsla. Mikil umferð ökutækja í næsta nágrenni. 

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim. Setja skorður við byggingum innan verndarjaðars og draga úr lífrænni mengun.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

34,2 km2
Hlutfall land 97%
Hlutfall ferskvatn 3%