Svartárbotnar

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Mörk

Lindasvæði við upptök Svartár á Kili. Er austan við Vestur-Svartárbotna og norðvestan við Fossrófur.

Lýsing

Kaldar lindir sem koma undan Kjalhrauni. Ýmsar mólendisvistgerðir og hrossanál einkennandi. Útivist er stunduð, m.a. hestaferðir, og  á svæðinu er skáli fyrir göngu- og hestamenn.

Forsendur fyrir vali

Lindarvatnið sem rennur í Svartá á Kjalvegi kemur undan Kjalhrauni og í því er að finna bæði grunnvatnsmarflær og dvergbleikju.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
< 0,02
9

Ógnir

Ferðamennska.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti allt að 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

0,2 km2
Hlutfall land 100%