Núpsstaðaskógur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Svæði inn með eyrum og gljúfri Núpsár. Suðurmörk um Skollastígsgil að vestan og Valabjörg að austan, fylgir síðan brekkubrúnum inn fyrir Skessutorfur að Skessutorfugljúfri.

Lýsing

Núpsstaðaskógur er í landi Núpsstaðar sem er austasti bær í Skaftárhreppi og stendur við Lómagnúp. Núpsá fellur niður með núpnum að austan og er skógurinn í árgili sem sker sig norður í heiðalandið. Aðfluttum skógartrjám hefur ekki verið plantað á svæðinu og lúpína finnst þar ekki. Skógur nýttur á fyrri tíð og fé gekk þar árið um kring. Vinsælt og vaxandi útivistarsvæði og einhver uppbygging og aðstaða fyrir ferðamenn fyrirhugð.

Forsendur fyrir vali

Lítt snortinn og allstór birkiskógur  með fjölbreyttum gróðri í svipmiklu landslagi. Beggja vegna gilsins sem Núpsá rennur um eru skógartorfur með háum trjám í hvömmum og neðan til í brekkum, en lágvaxnara kjarr ofar í brekkum og inn með gilinu.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
4,57

Ógnir

Umferð ferðamanna og uppbygging aðstöðu, hætta á að framandi tegundir (einkum alaskalúpína) berist inn á svæðið.

Aðgerðir til verndar

Eftirlit og reglur um umferð ferðamanna og uppbygging aðstöðu. Koma í veg fyrir að framandi tegundir berist inn á svæðið og breiðist þar út.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Size

15,7 km2
Hlutfall land 97%
Hlutfall ferskvatn 3%