Kvernufoss

Sérstakt gljúfur með fögrum fossi.

Mörk

Mörk miðast við Kvernugil og nánasta umhverfi, allt frá gilsmynni að gildrögum í Laufatungum að efstu fossum í ánni Kvernu. Miðað er við 200 m jaðarsvæði frá miðlínu Kvernu.

Lýsing

Kvernufoss er vatnslítill en einkar fagur foss, um 40 m hár, fremst í Kvernugili í ánni Kvernu. Kvernugil opnast í Laufatungum neðst í Skógaheiði við jökulsandana, skammt austan við Skóga undir Eyjafjöllum. Það er um 100–200 m breitt, sorfið í gegnum móberg, og nær um 2 km inn á heiðina þar sem það greinist í tvennt til norðurs og austurs. Mikil fossaröð er í gljúfrinu sem liggur til norðurs og er Selvaðsfoss einn þeirra. Í austurhlutanum fellur Laufatungnaá fram af klettahafti þar sem gljúfrið opnast og nefnist fossinn Selfoss.

Auðvelt er að ganga upp að Kvernufossi. Hægt er að komast á bak við hann, en þar er hált og bergið laust í sér.

Forsendur fyrir vali

Vatnslitlir en formfagrir fossar í móbergsgljúfrum. Kvernufoss er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Ógnir

Aukin umferð ferðamanna. Fjöldi ferðamanna skoðar fossinn á hverju ári og er verulega farið að sjá á gróðri og jarðvegi í gljúfrinu.

Aðgerðir til verndar

Innviðauppbygging.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Kvernugil Aðrar náttúruminjar
Náttúruverndarlög Aðrar náttúruminjar

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2020-12-03

Size

1,3 km2