Almenningur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Mýrlendistunga niður af Haukadal í Biskupstungum, afmarkast af Almenningsá að norðan og vestan og Tungufljóti að austan og sunnan.

Lýsing

Eitt stærsta samfellda mýrlendissvæði í uppsveitum Árnessýslu sem er óraskað af framræslu, er það fágætt á þessum slóðum. Gróskumikið votlendi með ríkulegu fuglalífi. Svæðið er umgirt af ánum sem verja það fyrir ágangi. Norður af svæðinu er Haukadalur og ferðaþjónustubyggð við Geysi, sumarhúsabyggð þar austur af, beggja vegna Almenningsár. Alaskalúpína breiðist niður með Tungufljóti á austurjaðri svæðisins.

Forsendur fyrir vali

Stórt samfellt, óraskað mýrlendi sem telst fágætt á svæðinu. Forgangsvistgerðir eru starungsmýrarvist og runnamýravist á láglendi

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
< 0,07
Land
1,14

Ógnir

Framræsla, vegagerð, sumarhúsabyggð, umferð hesta- og ferðamanna, útbreiðsla alaskalúpínu.

Aðgerðir til verndar

Settar verði skorður við framræslu, sumarhúsabyggð, reglur um umferð um svæðið, koma í veg fyrir að alaskalúpína og aðrar framandi tegundir breiðist inn á svæðið. Tryggja óskert vatnsflæði um votlendið verði af vegagerð í efsta hluta þess.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Haukadalur og Almenningur Aðrar náttúruminjar

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

4,1 km2
Hlutfall land 94%
Hlutfall ferskvatn 6%