Láglendi Skagafjarðar

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi, ferskvatnsvistgerða og fugla.

Mörk

Láglendi Skagafjarðar, frá ströndinni suður að Vallhólma. Afmarkast af Sauðárkróksbraut til vesturs, hringvegi nr. 1 í suðri og Siglufjarðarvegi nr. 76 til austurs.

Lýsing

Frjósöm flæðilönd og nærsvæði Héraðsvatna neðan Varmahlíðar allt til sjávar, ásamt Hegranesi og Miklavatni sem liggur vestan nessins. Gróskumiklar flæðimýrar eru meðfram vötnunum, víðast hvar raskaðar af framræslu, en vatnsstaða er víða há og gróður lítt breyttur. Þéttari framræsla og ræktun á landi sem hærra liggur fjær vötnunum. Mjög ríkulegt fuglalíf, fiskur í ám og vötnum. Landbúnaðarsvæði með mikilli ræktun og búfjárrækt, hrossabeit víða mikil.

Forsendur fyrir vali

Eitt stærsta og gróskumesta votlendissvæði landsins með miklum flæðimýrum og fuglalífi. Víðáttumikil svæði með gulstararflóavist. Miklavatn flokkast sem flatlendisvatn en aðrar vatnavistgerðir eru einnig áberandi á svæðinu. Alþjóðlega mikilvægt svæði á varptíma fyrir flórgoða og sennilega einnig grágæs. Eins fyrir helsingja á vorin og álft og grágæs í fjaðrafelli á sumrin.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
11,55
6
Ferskvatn
9,35
4

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Flórgoði (Podiceps auritus) Varp
42
2004
6,0
Álft (Cygnus cygnus) Fellir
393
2005
2,0
Grágæs (Anser anser) Fellir
5000
2002
6,0
Helsingi (Branta leucopsis) Far
6949
1994
18,0

Ógnir

Framræsla, búfjárbeit, virkjanir og breytt vatnafar á vatnasvæði.

Aðgerðir til verndar

Framræsla verði ekki meiri en orðið er, endurheimta votlendi þar sem landnýting leyfir, stilla búfjárbeit í hóf og halda rennsli Héraðsvatna óbreyttu.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Miklavatn Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

184,9 km2
Hlutfall land 84%
Hlutfall strönd 2%
Hlutfall ferskvatn 15%