Hóp-Vatnsdalur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi, fjöruvistgerða, fugla og sela.

Mörk

Eylendið í Vatnsdal meðfram Vatnsdalsá, frá Brúsastöðum og Hofi, um Flóðið og Húnavatn til sjávar, ásamt Þingeyrarsandi, Hópi og Sigríðarstaðavatni og fjöru Húnafjarðar frá Brimilsvík á Vatnsnesi austur fyrir Húnaós.

Lýsing

Sandfjörur með melgrashólum, grunn fiskisæl vötn, frjósamar flæðiengjar og mýrlendi með ríkulegu og fjölbreyttu fuglalífi, selur við strönd og upp um ósa. Innan svæðisins er fjöruspilda sem nær frá Brimilsvíkurhöfða í norðri að Bjargaós, auk Sigríðarstaðavatns sem er sjávarlón. Fjörubeðurinn er sandur við ósana, en norðanvert á svæðinu skiptast á klappir, skerjadrög og allgrýttar fjörur. Brimasemi er lítil. Landbúnaður er stundaður á svæðinu, ferðamennska, fiskeldi og veiðar, skotveiðar og lax- og silungsveiði. Umfangsmikil landselslátur eru í Sigríðastaða-, Bjarga- og Húnaósi.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu eru miklar og heillegar starungsmýrar, einnig runnamýravist og gulstararflóar. Í fjörunni eru sandmaðksleirur fremst í Sigríðarstaðaós og kræklingaleirur þar fyrir innan; norðan við ósinn eru þangfjörur. Mikið fuglalíf er á svæðinu og þá sérstaklega á fartíma er það hefur alþjóðlegt gildi fyrir álftir, helsingja og sem fjaðrafellistaður álfta. Á svæðinu eru landselslátur þar sem hafa verið yfir 400 selir en þar hefur landsel fækkað um 79% frá árinu 1985.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
11,00
Fjara
0,55
6
Fjara
0,26

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Álft (Cygnus cygnus) Far
1464
1982
13,0
Helsingi (Branta leucopsis) Far
8508
1994
22,0

Selir

Nafn Lægsti fjöldi (ár) Hæsti fjöldi (ár) Hæsta hlutfall af Norðvesturland (ár) Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár)
Landselur (Phoca vitulina)
43,0 (1990)
408,0 (1985)
9,7 (1985)
4,2 (2011)
2,0 (2018)

Ógnir

Framræsla, mannvirkja- og vegagerð, búfjárbeit og vaxandi ferðamennska. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, beinar veiðar og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Takmarka framræslu, endurheimta votlendi þar sem landnýting leyfir, stilla búfjárbeit í hóf og stýra umferð ferðamanna um svæðið. Tryggja þarf selum vernd í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Kattarauga Friðland

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03

Size

157,0 km2
Hlutfall land 49%
Hlutfall sjór 3%
Hlutfall strönd 10%
Hlutfall ferskvatn 38%