Svartá-Suðurá

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerðar og fugla.

Mörk

Suðurá frá upptökum í Suðurárbotnum, ásamt Svartárvatni og Svartá, og 100 m verndarjaðri meðfram bökkum árinnar.

Lýsing

Upptök Suðurár er í lindum í Suðurárbotnum, um 450 m h.y.s., í norðvesturjaðri Ódáðahrauns. Áin fellur til norðurs og sameinast þá Svartá, sem rennur úr Svartárvatni, og rennur í Skjálfandafljót. Þrátt fyrir að umhverfi þessara vatnsfalla sé víðast hvar blásin hraun, þá eru þau lífrík. Veiði er í ánum, aðallega urriði, og sauðfjárbeit á bökkum þeirra.

Forsendur fyrir vali

Hreinar lindár með og án stöðuvatnsáhrifa og er árfarvegurinn mosagróinn hraunbotn. Þar er fjöldi húsanda á varptíma og á vetrum nær stofninn alþjóðlegum verndarviðmiðum. Einnig er þar mikið af straumönd á varptíma. Í Suðurárbotnum og í lindum sem renna í Svartárvatn hafa fundist grunnvatnsmarflær.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
46,90

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Húsönd (Bucephala islandica) Varp
125
2016
6,0

Ógnir

Fiskveiðar og áform um virkjanir. 

Aðgerðir til verndar

Koma þarf í veg fyrir að lykilbúsvæðum húsanda og straumanda verði raskað með virkjunum eða gálausri umferð um svæðið.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Vatnajökull National Park Þjóðgarður

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

19,1 km2
Hlutfall land 74%
Hlutfall ferskvatn 26%