Skoruvíkurbjarg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Frá eyðibýlinu Höfða á norðanverðu Langanesi, austur að Mávabjargi ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km verndarjaðri til sjávar.

Lýsing

Sjávarbjarg. Útivist og ferðamennska er stunduð á svæðinu og sigið er eftir eggjum í bjarginu.

Forsendur fyrir vali

Mikil sjófuglabyggð og þær tegundir sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru rita, langvía og álka.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Rita (Rissa tridactyla) Varp
30063
2008
5,0
Langvía (Uria aalge) Varp
27343
2007
4,0
Álka (Alca torda) Varp
8010
2007
3,0

Ógnir

Umferð ferðamanna, eggjataka og skotveiði.

Aðgerðir til verndar

Setja þarf umgengnisreglur og tryggja að eggjatekja sé sjálfbær. Koma í veg fyrir skotveiði í nágrenni fuglabjarga.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

7,4 km2
Hlutfall land 9%
Hlutfall sjór 88%
Hlutfall strönd 3%