Öxarfjörður

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Láglendi Öxarfjarðar neðan þjóðvegar, ásamt Lónum og ströndin frá Hringsbjargi í vestri að Buðlungahöfn í austri.  

Lýsing

Nær allt svæðið er flóðslétta Jökulsár á Fjöllum. Suðaustan til eru gróðursnauðir áraurar en víðiflesjur og fjalldrapamóar er nær dregur ströndinni en þá taka við sandar og sjávarlón. Fjölbreytt votlendi; ár, vötn, lækir (kaldir og volgir), tjarnir og mýrar. Dregið hefur úr hefðbundnum landbúnaði en fiskeldi hefur vaxið mikið. Einnig töluverð stangveiði og skotveiði.

Forsendur fyrir vali

Mikið og fjölbreytt fuglalíf og skúmur, lómur og flórgoði (mesta varp utan Mývatns er við Víkingavatn) ná alþjóðlegum verndarviðmiðum á varptíma. Sama á við um grágæs í fjaðrafelli og húsendur og gulendur að vetri til. Stærsta svartbaksvarp á Norðurland er á austurhluta sandsins og töluvert duggandarvarp er við Víkingavatn en þetta eru hvort tveggja forgangstegundir.

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Lómur (Gavia stellata) Varp
120
2009
8,0
Flórgoði (Podiceps auritus) Varp
133
2004
19,0
Grágæs (Anser anser) Fellir
3000
2015
3,0
Duggönd (Aythya marila) Varp
46
2016
1,0
Húsönd (Bucephala islandica) Vetur
53
2005–2014
3,0
Gulönd (Mergus merganser) Vetur
31
2005–2014
3,0
Skúmur (Catharacta skua) Varp
225
1984
1,0
Svartbakur (Larus marinus) Varp
230
2009
3,0

Ógnir

Skotveiðar á vetrum sem trufla viðkvæmar tegundir á borð við húsönd og gulönd. Útbreiðsla framandi tegunda, sauðfjárbeit og skógrækt.       

Aðgerðir til verndar

Banna á skotveiðar á lindasvæðum. Stýring búfjárbeitar og aðgerðir til að halda framandi tegundum í skefjum. 

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Vatnajökull National Park Þjóðgarður

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

229,6 km2
Hlutfall land 82%
Hlutfall strönd 4%
Hlutfall ferskvatn 12%