Melrakkaslétta

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða, fjöruvistgerða og fugla.

Mörk

Melrakkaslétta ásamt fjörum og strandlónum. Suðurmörkin liggja frá Magnavík suðaustur að Múlum og þaðan norðaustur í Sjóhúsavík.

Lýsing

Melrakkaslétta er að mestu láglent heiðaland milli Leirhafnarfjalla og Illugafjalls og Bláskriðu sunnan Raufarhafnar. Vesturheiðin er þurrlend og að mestu mólendi en Austursléttan er rakari og eru þar fjöldi tjarna, smávötn og mýrlendi. Fjalllendi út til sjávarins að austan er mjög blásið með melum, moldum og grasgeirum. Leirhafnarfjöll eru gróðurlítil móbergsfjöll en þar er að finna nyrstu skógarleifar á landinu. Graslendi og mólendi er með sjónum, víða talsvert rofið. Syðst á svæðinu eru hraun (Kerlingarhraun) og tungur frá því allt niður til sjávar að vestan og austan. Landsvæðið er strjálbýlt, sauðfjárbúskapur hefur dregist saman og býlum fækkað. Þéttbýli er á Kópaskeri og Raufarhöfn. Með ströndinni að norðan eru víkur þar sem grynningar og flæðireinar eru áberandi, með leirbornum hnullunga- og malarbotni. Brimsemi er lítil innst í víkunum, en mun meiri allra yst. Lífríki er allfjölbreytt, einkum við ströndina, þar sem er fjöldi sjávarlóna, vatna og víka. Ríkulegt fuglalíf. Inn til heiða eru víðlend varplönd mófugla og mikilvæg búsvæði rjúpu og fálka.

Forsendur fyrir vali

Nyrst á svæðinu eru fjöruspildur við Skálaneslón, Oddsstaðalón, Skinnalón og Neslón. Þar eru klóþangsfjörur, klóþangsklungur og fjölskrúðugt lífríki, auk gulþörungaleiru innst í Neslóni. Kaldar lindir eru nærri sjó og í þeim má finna bleikju og grunnvatnsmarflær. Bleikjan er staðbundin auk göngubleikju. Á þessu svæði eru líklega huliðstegundir (e. cryptic species) af grunnvatnsmarflóm sem ekki eru annars staðar. Alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir æður, ritu, kríu, álku, lóm og himbrima á varptíma og á fartíma fyrir rauðbrysting, sanderlu, sendling og tildru. Sendlingur að vetrarlagi uppfyllir einnig alþjóðleg viðmið svo og grágæs í fjaðrafelli. Þá er þarna mikið fálkavarp.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
< 0,01
5
Fjara
< 0,01
Fjara
0,18
Fjara
0,63
1

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Æður (Somateria mollissima) Varp
8000
1999
3,0
Rita (Rissa tridactyla) Varp
14212
2006-2008
2,0
Kría (Sterna paradisaea) Varp
10000
2016
5,0
Álka (Alca torda) Varp
1006
2008
0,0

Fuglar - Fjörur og grunnsævi

Nafn Árstími Fjöldi Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Grágæs (Anser anser) Fellir
4029
2011
4,0
Rauðbrystingur (Calidris canutus) Far
7300
1990
2,0
Sanderla (Calidris alba) Far
3700
2011
2,0
Sendlingur (Calidris maritima) Vetur
2200
2012
4,0
Tildra (Arenaria interpres) Far
10000
2011
7,0

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Lómur (Gavia stellata) Varp
110
2016
7,0
Himbrimi (Gavia immer) Varp
16
2016
3,0
Fálki (Falco rusticolus) Varp
14
2016
2,0

Ógnir

Fiskveiðar, skotveiði og aukin umferð ferðafólks um svæðið. Áætlanir eru uppi um vindorkunýtingu.

Aðgerðir til verndar

Takmarka frekara rask í fjöru en orðið er. Stýra umferð ferðafólks um svæðið og tryggja að hlunnindanýting sé sjálfbær. Tryggja að búsvæði og farleiðir fugla verði ekki skert.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Melrakkaslétta norðanverð Aðrar náttúruminjar

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

1.121,1 km2
Hlutfall land 91%
Hlutfall sjór 4%
Hlutfall strönd 1%
Hlutfall ferskvatn 4%