Laufás

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Mörk

Fjaran frá Hellutá um Lónin og suður undir Nollarvík, ásamt Laufásgrunni og eyrum úti fyrir landi.

Lýsing

Leirur og sjávarfitjar við ósa Fnjóskár og Hólsár. Fjörubeðurinn er sandborið mjúkt set og brimasemi er lítil. Landbúnaður og ferðaþjónusta á nærliggjandi jörðum og veiði í ám. Mikið æðarvarp sem er nytjað. 

Forsendur fyrir vali

Utarlega á Laufásgrunni er allstór sandmaðksleira en í Lónum er skeraleira.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Fjara
5,61
4
Fjara
0,71
1

Ógnir

Skipaumferð um Eyjafjörð.

Aðgerðir til verndar

Vernd vistgerða og búsvæða.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

7,4 km2
Hlutfall sjór 1%
Hlutfall strönd 99%