Hrísey

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Eyja í utanverðum Eyjafirði ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.

Lýsing

Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland. Sæbratt er með austurströndinni og er hún hæst að norðanverðu. Gróðurfar  einkennist mest af mólendi en einnig er nokkuð mýrlendi. Á undanförnum áratugum hefur alaskalúpína, skógarkerfill og ætihvönn aukið útbreiðslu sína til muna. Þorp er í sunnanverðri eyjunni og þaðan eru stundaðar fiskveiðar . Nytjar eru af æðarvarpi og einnig er stunduð útivist og ferðaþjónusta á svæðinu.

Forsendur fyrir vali

Auðugt fuglalíf er í Hrísey og ná æður og teista alþjóðlegum verndarviðmiðum, sem og kría enda er varpið eitt það stærsta á landinu.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Æður (Somateria mollissima) Varp
3040
2004
1,0
Kría (Sterna paradisaea) Varp
9800
2014
5,0
Teista (Cepphus grylle) Varp
164
2014
1,0

Ógnir

Vaxandi ferðamennska og uppbygging henni tengd. Útbreiðsla alaskalúpínu og skógarkerfils.

Aðgerðir til verndar

Stýra umferð ferðamanna um eyjuna. Takmarka þarf útbreiðslu alaskalúpínu sem er smám saman að leggja undir sig búsvæði fugla og gjörbreytir þar með varpkjörlendi fugla á borð við kríu og rjúpu. 

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

31,1 km2
Hlutfall land 23%
Hlutfall sjór 75%
Hlutfall strönd 1%