Stuðlafoss og Stuðalagil

Svæðið er tilnefnt vegna jarðminja.

Mörk

Mörk svæðis miðast við Stuðlafoss annars vegar, og stuðlabergshamra Stuðlagils í Jöklu hins vegar, auk 200 m jaðarsvæðis. Svæðið tengist saman með 100 m jaðarsvæði frá bökkum Jökulsár.

Lýsing

Stuðlafoss er vatnslítill en formfagur foss hjá samnefndu eyðibýli á Jökuldal, austan við Jökulsá á Dal. Áin fellur fram af stuðluðu hraunlagi og í fossinum hefur brotnað ofan af stuðlunum þannig að þeir mynda tröppur í neðri hluta fossins. Stuðlarnir í fossinum eru mosagrónir sem eykur á litadýrðina. Stuðlagil er í farvegi Jökulsár skammt sunnan bæjarhúsa á Grund. Þar má sjá mikilfenglega stuðlabergshamra á um 300 m kafla og eru stuðlarnir allt að 30 m háir. Þeir voru áður að miklu leyti undir vatni en eftir að jökulvatnið hvarf við byggingu Kárahnjúkavirkjunar kom neðri hluti stuðlanna í ljós. Gilið nýtur nú mikilla og vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum. Dalurinn er allvel gróinn og á svæðinu er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta.

Forsendur fyrir vali

Formfagur foss með stuðlabergsumgjörð og háir stuðlabergshamrar í farvegi Jöklu. Vaxandi áningarstaður ferðamanna.

Ógnir

Aukinn ferðamannastraumur og fyrirhuguð frístundabyggð við Grund.

Aðgerðir til verndar

Innviðauppbygging og stýring ferðamanna.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Stuðlafoss Aðrar náttúruminjar
Náttúruverndarlög Aðrar náttúruminjar

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2020-12-03

Size

1,0 km2