Skrúður

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Eyja úti fyrir Vattarnesi á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.

Lýsing

Brött og vel gróin klettaeyja. Lítils háttar eggjataka og lundaveiði.

Forsendur fyrir vali

Mikið fuglalíf er í Skrúði og má þar helst feiknastóra lundabyggð sem nær alþjóðlegum verndarviðmiðum ásamt langvíuvarpi.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Langvía (Uria aalge) Varp
11483
2008
2,0
Lundi (Fratercula arctica) Varp
149100
2014
7,0

Ógnir

Nálæg skipaumferð og hlunnindanytjar.

Aðgerðir til verndar

Skrúður var friðlýstur árið 1995 ásamt 500 m belti umhverfis. Friðlýsingarskilmálar taldir viðunandi, nema stækka þarf verndarjaðar umhverfis eyjuna í 1-2 km. Styrkja búsvæðavernd í stjórnunar- og verndaráætlun.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Skrúður Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

6,2 km2
Hlutfall land 3%
Hlutfall sjór 97%