Ingólfshöfði

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Ingólfshöfði syðst í Öræfum, ásamt 1 km verndarjaðri til sjávar.

Lýsing

Að hluta vel gróinn klettahöfði en foksandur liggur að honum landmegin. Mikil ásókn ferðamanna en nánast ekkert núorðið um aðrar nytjar, s.s. sauðfjárbeit, fugla- og eggjatöku.

Forsendur fyrir vali

Mikið fuglalíf er í Ingólfshöfða og nær álkuvarp þar alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Álka (Alca torda) Varp
5916
2007
2,0

Ógnir

Ferðamennska og hlunnindanytjar.

Aðgerðir til verndar

Ingólfshöfði var friðlýstur sem friðland árið 1974. Kanna þarf hvort nauðsynlegt sé að stýra umferð betur og auka eftirlit í höfðanum. Styrkja vernd búsvæða í stjórnunar- og verndaráætlun.

Ingólfshöfði, Sveitarfélaginu Hornafirði: Stjórnunar- og verndararáætlun 2019-2028

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Ingólfshöfði Friðland

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

4,0 km2
Hlutfall land 16%
Hlutfall sjór 81%
Hlutfall strönd 3%