Berufjörður

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Mörk

Fjörur í botni Berufjarðar, frá Fossárvík í suðri og til norðurs að Kelduskógum, þar sem Stekkalækur rennur í sjó.

Lýsing

Fjaran er að stórum hluta sandur og leir, einkum innst í firðinum og suðaustanvert á svæðinu, en grófgerðar og grýttar fjörur eru allvíða. Brimasemi er lítil. Sauðfjárbúskapur er á nokkrum bæjum og fjölfarin leið liggur um fjarðarbotninn.

Forsendur fyrir vali

Allstórar sandmaðks- og kræklingaleirur er á svæðinu, auk klóþangsfjöru. Svæðið sem heild skartar mörgum fjörugerðum sem enn eru lítt raskaðar.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Fjara
< 0,05
Fjara
0,15
2
Fjara
0,44

Ógnir

Vegagerð, m.a. framkvæmdir sem þvera leiruna í Fossárvík.

Aðgerðir til verndar

Takmarka sem mest röskun fjörunnar og tryggja óbreytt vatnsskipti.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

3,0 km2
Hlutfall sjór 20%
Hlutfall strönd 79%