Loftslagsdagurinn 4. maí

Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi.

Þemu dagsins eru:

  • Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?
  • Hvaða breytingar þurfum við að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi?
  • Hvernig skila peningarnir árangri?

Sérstakur gestafyrirlesari verður Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu, sem mun fjalla um aftengingu hagvaxtar og umhverfisáhrifa undir yfirskriftinni: Decoupling to deliver on the sustainability transition - Towards a climate neutral, circular and pollution free society. Daniel hefur unnið við hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis.

Á dagskrá er fjöldi spennandi erinda úr ýmsum áttum, pallborðsumræður, áhugaverðar hugvekjur og tækifæri til að blanda geði!

Dagskrá

Nánari upplýsingar um Loftslagsdaginn

Skráning

Viðburðurinn á Facebook