Hrafnaþing: Ráðgátan um steingerðu fótsporin í Surtsey

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. apríl kl. 15:15–16:00, mun Birgir Vilhelm Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Ráðgátan um steingerðu fótsporin í Surtsey“.

Í erindinu verður sagt frá rannsóknum á fótsporum manna sem varðveist hafa í gjósku neðarlega í Austurbunka á Surtsey, en áætlað er að þau hafi verið mynduð á árunum 1967–1970.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.