Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

Frá því að Lagarfljótsvirkjun tók til starfa árið 1975 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með breytingum á gróðri og landbroti á nokkrum láglendum svæðum við Lagarfljót ofan við Lagarfoss. Megintilgangurinn er að kanna áhrif Lagarfossvirkjunar og síðar Kárahnjúkavirkjunar á gróður við fljótið og á landbrot. Einnig er leitast við að varpa ljósi á tengsl milli vatnsstöðu í fljóti og grunnvatnsstöðu í jarðvegi og skýra áhrif breyttrar beitar á gróður. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknirnar og greint frá helstu niðurstöðum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.