Hrafnaþing: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

Í fyrirlestrinum verður meðal annars rætt um veðurfarsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á jökla og afrennsli, landris og sjávarstöðu. Einnig verður fjallað um framreikninga á líklegum áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga á íslenska veðráttu og líklegar breytingar á sjávarstöðu. Þetta er meðal efnis sem kemur fram í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem starfað hefur frá haustinu 2015 en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúinn fyrir árslok. 

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Allir velkomnir!