Hrafnaþing: Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi

Rannsóknir á áhrifum sauðfjárbeitar á framvindu gróðurs á Skeiðarársandi hafa staðið yfir frá árinu 2004. Tíu stórir rannsóknarreitir voru girtir af og þeir friðaðir fyrir beit. Á svæðum eins og á Skeiðarársandi geta áhrif friðunar verið langan tíma að koma fram, jafnvel nokkra áratugi, þegar horft er til plöntusamfélaga. Friðunin gæti hins vegar skilað sér fyrr í áhrifum á vöxt og fræframleiðslu einstakra plantna. Til að kanna þetta var hafist handa við að rannsaka áhrif beitar á einstaka plöntur nokkurra tegunda árið 2015. Í erindinu verður greint frá fyrstu niðurstöðum þeirra rannsókna. Einnig verður rætt um dreifingu fræja með sauðfé og hvaða áhrif hún hefur. Að lokum verður fjallað um afrán skordýra á fræjum og áhrif þess.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.