Hrafnaþing: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í landgræðslu og skógrækt hér á landi. Rætt verður um landnám nýrra tegunda sem lifa á trjágróðri og breytingar á skaðsemi og faröldrum tegunda sem fyrir voru. Að lokum verður reynt að svara spurningunni um hver sé líkleg framtíðarþróun á þessu sviði og hvaða möguleikar séu á að bregðast við því.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Dagskrá Hrafnþings