Hrafnaþing: Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 19. október. Það er Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands sem flytur fyrsta erindi haustsins og nefnist það „Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna“.

Í erindinu verður lýst hvernig upptakakvíslar Hengladalsár í Hengladölum nýtast sem náttúrleg rannsóknarstofa til að meta áhrif loftslagshlýnunar á lífríki lækjanna. Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. Það er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnþings