Vöktun á gróðri og ástandi beitilands

Árið 1997 hófst vöktun á gróðri og ástandi beitarhaga á Norður- og Suðurlandi í samstarfi Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Í erindinu verður greint frá vöktuninni og framgöngu hennar, ásamt því sem gögn eru borin saman við niðurstöður gervitunglarannsókna á breytingum á grósku landsins undanfarna áratugi.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.