Klukkuþreyta á Hrafnaþingi

Samanborið við gang sólar er klukkan á Íslandi rangt skráð. Miðað við legu landsins er hún klukkutíma of fljót sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Vegna þessarar tímaskekkju kannast líklega flestir við þá staðreynd að þurfa að vakna til skóla eða vinnu í svartamyrkri yfir vetrartímann.  

Í fyrirlestrinum verður fjallað um klukkuþreytu sem stafar af misræmi á milli staðarklukku og sólarklukku en hún getur meðal annars valdið þreytu og einbeitingarskorti.  

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!