Hrafnaþing á nýju ári

Erindin verða af ýmsum toga. Fjallað verður um náttúruvernd, klukkuþreytu, notkun dróna við náttúrurannsóknir, refi, myndun nýrrar eldeyjar sunnan Japan, gróður í hólmum og pöddur.

Fyrsta Hrafnaþing ársins verður miðvikudaginn 28. janúar. Þá mun Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti fjalla um heimsþing um friðlýst svæði sem haldið var í Sidney í Ástralíu í nóvember sl.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin á Hrafnaþing!

Dagskrá Hrafnaþings