Sveppir alls staðar á Vísindavöku

Þeir voru ekki ætir sveppirnir sem voru til sýnis í bási Náttúrufræðistofnunar á Vísindavöku en myglusveppir á brauði, rotsveppir á taði og ýmsir aðrir sveppir vöktu áhuga barna og fullorðinna. Sveppafræðingur stofnunarinnar, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, var á staðnum og svaraði spurningum áhugasamra og útskýrði það sem fyrir augu bar. Á veggspjöldum mátti lesa ýmiss konar fróðleik um sveppi og mikilvægi þeirra í hringrás náttúrunnar og þeim sem finnst gaman að fara út í náttúruna að tína sveppi voru gefin heilræði þar að lútandi. Ýmislegt var í boði fyrir börnin, svo sem litablöð, sveppagoggur og verkefni.

Fréttastofa RÚV mætti á Vísindavöku og tók tal af sveppafræðingnum Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur og má nálgast fréttina á heimasíðu RÚV.

Hér að neðan má sjá myndir frá sýningarbás Náttúrufræðistofnunar.

 


Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sýnir glaðbeittri stúlku sveppi. Ljósm. Anette Th. Meier

Taðblína, Stropharia semiglobata, er rotsveppur sem vex á taði. Ljósm. Anette Th. Meier

Áhugasöm stúlka virðir fyrir sér ólíka sveppi. Ljósm. Erling Ólafsson

Bleikskæni, Peniphora incarnata, er rotsveppur sem vex hér á sneið af sitkagreni. Í baksýn er furusveppur, Suillus luteus. Ljósm. Anette Th. Meier

Í víðsjánni mátti skoða örsmáa rotsveppi á rotnandi rótum. Ljósm. Erling Ólafsson

Ungar dömur fylgjast einbeittar með útskýringum Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur. Ljósm. Kjartan Birgisson

Ungar stúlkur í goggagerð. Ljósm. Kjartan Birgisson

Fjölmenni í sýningarbás Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Kjartan Birgisson

 

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Sveppir alls staðar þar sem upplýsingar um sveppi eru gerðar aðgengilegar fyrir almenning:


Fræðslubæklingurinn Sveppir alls staðar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Fyrir Vísindavöku 2011 var unnið fræðsluefni um sveppi fyrir börn og það má nálgast hér að neðan. 

Lausnir á verkefninu Hvar vex sveppurinn má nálgast hér.


Hvar vex sveppurinn, verkefni um sveppi og vaxtarstaði þeirra

 


Sveppagoggur

Litablað 1

Litablað 2

Litablað 3