Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi


Hvítbók um náttúruvernd

Í Hvítbók er fjallað um í heild það lagaumhverfi sem snýr að náttúruvernd á Íslandi og varpað ljósi á þau grundvallaratriði og sjónarmið sem taka þarf mið af við gerð nýrra laga. Áhersla er lögð á að gera grein fyrir nýjum aðferðum og viðhorfum sem rutt hafa sér rúms í náttúruvernd víða um heim og rekja má til ýmissa alþjóðsamninga sem Íslendingar eru aðilar að. Fjallað er um mikilvægi þess að endurskoðun löggjafar um náttúruvernd verði byggð á bestu mögulegu þekkingu á náttúru Íslands, einkennum hennar og ástandi og þeim ógnum sem við henni blasa og bregðast þarf við. Hvítbók er gagnasafn og greinargerð sem gagnast við samningu frumvarps til nýrra náttúruverndarlaga en henni er einnig ætlað að stuðla að almennri umræðu og þátttöku almennings í stefnumótun um náttúruverndarlöggjöf.

Nánari upplýsingar um Hvítbók og störf nefndarinnar er að finna á vef umhverfisráðuneytis og þar má einnig nálgast bókina á pdf formi.

Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands í nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga voru Jón Gunnar Ottósson forstjóri og Trausti Baldursson líffræðingur.